
Svipmynd frá síðasta Barnaþingi. Ljósm. Umboðsmaður barna.
350 börnum sem valin voru með slembiúrtaki boðið á Barnaþing í haust
Nú eiga 350 börn um land allt von á bréfi frá umboðsmanni barna. Bréfið inniheldur boð á barnaþing sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík dagana 16. - 17. nóvember nk. Þetta er í þriðja sinn sem barnaþing verður haldið en það var fyrst gert árið 2019. Reynslan af fyrri þingum er sögð mjög góð og upplifun barnanna sem þá tóku þátt var afar jákvæð.