Fréttir

Matvælastofnun greinir frá niðurstöðum rannsókna á sýnum vegna riðuveiki

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur nú greint um þriðjung sýna (234 sýni) sem tekin voru í tengslum við niðurskurð vegna riðuveiki á Bergsstöðum í Miðfjarðarhólfi og tæplega helming sýna (342 sýni) frá Syðri-Urriðaá. Riðusmit hefur verið staðfest í um 6% sýna frá Bergstöðum en smitefnið hefur ekki greinst í neinu sýni frá Syðri-Urriðaá enn sem komið er, að undanskildu sýni frá einni á sem flutt hafði verið þangað frá Bergsstöðum haustið 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun og því bætt við:  „Þær niðurstöður sem komnar eru vekja vonir um að útbreiðsla riðuveiki í Miðfjarðarhólfi sé ekki mikil og því brýnt að hefta hana með fumlausum viðbrögðum. Í því sambandi er mikilvægast að taka mögulega smitbera úr umferð eins fljótt og auðið er.“

Matvælastofnun greinir frá niðurstöðum rannsókna á sýnum vegna riðuveiki - Skessuhorn