
Ný hellulögn er á sundlaugarsvæðinu ásamt nýrri gufu og köldum potti.
Lindin opnuð í Húsafelli á næstu vikum
Framkvæmdir hafa í vetur staðið yfir á sundlauginni í Húsafelli en búið er að endurbæta aðstöðu í sundlaugarhúsi og útisvæðið við laugarnar. Sundlaugin hefur fengið nafnið Lindin og mun þjóna hótelgestum en jafnframt verða opin almenningi allan ársins hring.