
Myndir frá æfingunni eru frá Landsbjörgu.
Héldu flugslysaæfingu á Bíldudal
Regluleg flugslysaæfing var haldin á Bíldudalsflugvelli sl. laugardagsmorgun. Það er Isavia sem heldur slíkar æfingar reglulega um land allt og er markmiðið að viðhalda og skerpa á viðbragði ef á þarf að halda og því taka allir viðbragðsaðilar á viðkomandi svæðum þátt. Viðbragðsaðilar komu frá björgunarsveitum, slökkviliði, sjúkraflutningum, lögreglu, Rauða krossinum, heilbrigðiskerfinu og Isavia. Fjöldi barna og unglinga úr grunnskólunum á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal léku þolendur í æfingunni en í heild tóku um 80 manns þátt í æfingunni.