
Frá vinstri; Björn Sólmar, Jón Theodór Jónsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Skallagríms og Viktor Már við undirritun samningsins. Ljósm. FB síða Skallagríms.
Björn Sólmar og Viktor Már taka við Skallagrími
Björn Sólmar Valgeirsson og Viktor Már Jónasson hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokks Skallagríms fyrir sumarið 2023. Þeir Björn Sólmar og Viktor Már taka við liðinu af Declan Redmond og Viktori Inga Jakobssyni sem stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms hafði ráðið sem þjálfara meistaraflokks fyrr í vetur.