
„Orðsporið er fjöregg landbúnaðarins“
Búnaðarþing var sett í morgun í Reykjavík. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flutti þar ávarp þar sem hún fór yfir þau atriði sem sett hafa svip sinn á nýliðið landbúnaðarár og fór jafnfamt yfir þau verkefni sem framundan eru. Meðal þess sem ráðherra fjallaði um var sérstakur stuðningur sem veittur var til innlends landbúnaðar upp á 3,2 milljarða króna og var ætlað að koma til móts við þær sérstöku aðstæður sem sköpuðust m.a. af innrás Rússa í Úkraínu. Einnig sagði ráðherra að unnið sé að sköpun skilyrða fyrir aukna kornrækt á Íslandi sem er forsenda fyrir auknu fæðuöryggi þjóðarinnar. Í nýkynntri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram að framlög til landbúnaðar verða aukin og þeim framlögum verður varið til að hrinda aðgerðaáætlun um aukna kornrækt í framkvæmd.