
Bæjarskrifstofan á Dalbraut 4. Ljósm. vaks
Mótmæla harðlega tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs
Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið til kynningar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og rennur umsagnarfrestur út í dag 30. mars. Fyrirhugaðar breytingar munu hafa mjög mikil áhrif til lækkunar á framlögum til Akraneskaupstaðar eða um 40% sem koma eiga að fullu til framkvæmdar á næstu fjórum árum.