Fréttir
Geit á beit í sveit.

Landbúnaðarstefna í fyrsta sinn á Íslandi

Í fyrsta skipti hefur verið lögð fram tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Stefnan var sett fram í liðinni viku af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og gildir hún til ársins 2040. Áherslur stefnunnar eru m.a. fæðuöryggi, loftslagsmál, landnýting, varðveisla landbúnaðar, alþjóðleg markaðssetning og fleira. Stefna stjórnvalda í landbúnaðarmálum hefur hingað til einungis birst í búvöru- og búnaðarlögum og síðar í búvörusamningum en það fyrirkomulag var tekið upp árið 1985.