Fréttir
Eva Björg með verðlaunin sín. Ljósm. af FB síðu hennar.

Eva Björg fékk hljóðbókaverðlaun fyrir bestu glæpasöguna

Íslensku hljóðbókaverðlaunin Storytel Awards voru veitt við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu í gærkvöldi. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem hljóðbókaunnendur, útgefendur, höfundar og lesarar fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka síðasta árs. Verðlaun voru veitt í sex flokkum auk sérstakra heiðursverðlauna sem leikkonan Helga Elínborg Jónsdóttir hlaut fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar talsetningar og hljóðbóka.

Eva Björg fékk hljóðbókaverðlaun fyrir bestu glæpasöguna - Skessuhorn