Fréttir
Kvenfélagskonur frá Borgarfirði mættu á kynningu í MB. Ljósm. sþ.

Kvenfélög í Borgarbyggð styrkja Kviku

Síðastliðinn mánudag var kvenfélagskonum úr Borgarfirði, Borgarnesi og af Mýrum boðið í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar. Kvenfélagskonurnar fengu þar kynningu á starfsemi skólans og sérstaklega á starfsemi Kviku, skapandi rýmis. Ástæða heimboðsins var sú að kvenfélögin höfðu veitt vilyrði fyrir að styrkja starfsemi Kviku og voru styrkirnir afhentir við þetta tækifæri. Það var Samband borgfirskra kvenna sem veitti Kviku styrk ásamt Kvenfélaginu 19. júní, Kvenfélagi Álftaneshrepps, Kvenfélagi Hvítársíðu, Kvenfélagi Borgarness og Kvenfélagi Stafholtstungna.

Kvenfélög í Borgarbyggð styrkja Kviku - Skessuhorn