
Frá Stykkishólmi. Ljósm. úr safni
Baldur siglir ekki í dag
Ferðir ferjunnar Baldurs milli Stykkishólms og Brjánslækjar í dag verða felldar niður vegna veðurs. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Vegagerðarinnar. Þá er óvíst hvort ferjan sigli á morgun en staðan verður skoðuð í fyrramálið.