Fréttir

Náttúra landsins skorar langhæst í vali ferðamanna á Íslandi

Niðurstöður liggja fyrir úr könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna fyrir tímabilið maí til desember 2022. Tæplega þriðjungur svarenda voru Bandaríkjamenn og um einn af hverjum tíu Bretar. Þar á eftir komu Þjóðverjar (8%) og Frakkar (8%). Fólkið var spurt við brottför frá Keflavík eftir heimsókn hér á landi. Meðalaldur svarenda var í kringum 40 ár og var kynjahlutfall tiltölulega jafnt. Ríflega helmingur var með tekjur yfir meðallagi, tæplega tveir af hverjum fimm með tekjur í meðallagi og um einn af hverjum tíu undir meðallagi. Langflestir voru í fríi eða ríflega níu af hverjum tíu svarendum. Fimmtungur svarenda hafði heimsótt Ísland áður.

Náttúra landsins skorar langhæst í vali ferðamanna á Íslandi - Skessuhorn