
Frá Stykkishólmi. Ljósm. gj.
Tíu ára afmælishátíð Júlíönu – Hátíð sögu og bóka framundan í Stykkishólmi
Dagana 23. til 25. mars næstkomandi verður Júlíana, hátíð sögu og bóka, haldin í tíunda skipti í Stykkishólmi og er yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni „Nýir Íslendingar: Áhrif þeirra í skrifum og listum.“ Setning hátíðarinnar er á fimmtudaginn í Stykkishólmskirkju og hefst klukkan 20. Þar flytja Hallgerður og rest úr Tónlistarskóla Stykkishólms nokkur lög, ávarp verður flutt um upphaf og tilurð Júlíönu hátíðar og nemandi úr Grunnskólanum í Stykkishólmi les ljóð eftir Júlíönu Jónsdóttur. Síðan verða verðlaun veitt fyrir ljóðasamkeppni og vinningsljóðin lesin og afhent viðurkenning fyrir framlag til menningar- og framfaramála. Kvöldið endar síðan á tónlistaratriði tríósins Betra með rjóma.