
Marinó Þór var með 17 stig á móti Selfossi. Hér í leik á móti liði Hamars í byrjun mars. Ljósm. glh
Skallagrímur með sigur á Selfossi
Skallagrímur og Selfoss mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Eftir um fimm mínútna leik var staðan 16:17 fyrir gestunum og allt í járnum. En þá skoruðu Skallarnir tíu stig í röð á tveggja mínútna kafla og þegar fyrsta leikhluta lauk voru heimamenn með tólf stiga forskot, 31:19. Skallagrímur náði mest 15 stiga forystu í öðrum leikhluta og hafði tögl og haldir allan tímann. Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn ellefu stig, 51:40, og ljóst að heimamenn ætluðu sér sigur í leiknum.