
Þórunn María Örnólfs-Brynjudóttir er með myndlistasýninguna Bragðaref á Frystihúsinu við Kirkjubraut. Ljósmyndir: Valdimar K Sigurðsson og Kolbrún Ingvarsdóttir.
Margt að skoða á Vetrardögum á Akranesi – myndasyrpa
Ýmsir viðburðir eru á dagskrá Vetrardaga á Akranesi um helgina en hátíðin hófst á miðvikudaginn með upphitun í Tónbergi með tónleikum Stórsveitar Íslands í samvinnu við FEBAN, við góðar undirtektir. Hátíðin var fyrst haldin árið 2016 og hefur undanfarin ár verið undir heitinu Írskir vetrardagar. Hátíðin var síðast haldin í fyrra en var frestað í hitteðfyrra vegna faraldursins.