
Teitur Björn fer nú á þing. Samsett mynd. Skessuhorn.
Heiður að fá að sinna þingmennsku fyrir íbúa Norðvesturkjördæmis
Teitur Björn Einarsson tekur í vor sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi en kunngjört var í morgun að Haraldur hefði verið ráðinn í starf bæjarstjóra á Akranesi. Haraldur tekur við bæjarstjórastarfinu 1. maí næstkomandi og segir Teitur í samtali við Skessuhorn fljótlega skýrist hvenær hann taki sæti Haraldar.