
Hér við Lyngmel 14-16 er parhús í byggingu. Ljósm. vaks
Mikil uppbygging í Melahverfi
Mikið er verið að byggja í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit þessa dagana og er þetta hverfi í hraðri uppbyggingu. Við Lyngmel er parhús ágætlega komið á veg, grunnur er kominn að raðhúsi aðeins ofar í sömu götu og þá er fjögurra íbúða raðhúsalengja við Háamel í smíðum. Þar fyrir innan er verið að ljúka við tvö parhús með fjórum íbúðum, innst í götunni er verið að vinna í einu parhúsi og er það tæplega fokhelt. Svo var verið að ljúka við að steypa upp eitt einbýlishús á Háamel 4.