
Michelle er með vinnustofu sína heima hjá sér að Sæunnargötu í Borgarnesi. Hér heldur hún á pensli sem faðir hennar átti en hann var einnig fær málari. Ljósm. gbþ
„Ég var ekki eins ein og mér hafði fundist áður“
Listakonan Michelle Bird fluttist í Borgarnes árið 2014 og hefur komið sér þar vel fyrir í snotru einbýlishúsi með útsýni yfir Borgarfjörðinn og Hafnarfjallið. Michelle leggur fyrir sig myndlist og hefur lífgað upp á vestlenskt samfélag með verkum sýnum, sýningum, viðburðum og gjörningum. Hún er með mörg járn í eldinum og framundan eru ýmsir viðburðir sem hún stendur fyrir ásamt öðrum listamönnum. Hún segist eiga erfitt með að skapa ein, henni líður vel í hópi og vill deila listinni með öðrum. Til þess að kynnast samfélaginu og nýju fólki enn betur skráði Michelle sig í Félag kvenna í atvinnulífinu og situr þar í nefnd Nýrra Íslendinga og er einnig í stjórn Vesturlandsdeildar FKA.