
Frá Ásvallamóti SH um helgina. Ljósm. SA
Fimm Akranesmet hjá sundmönnum ÍA um helgina
Tólf sundmenn frá Sundfélagi Akraness tóku þátt á Ásvallamóti Sundfélags Hafnarfjarðar um helgina. Mótinu lauk á sunnudag en alls tóku 240 keppendur frá 15 félögum þátt. Sundfólk ÍA stóð sig mjög vel. Eitt gull, átta silfur og fjögur brons var niðurstaðan hjá sundfólkinu.