Íþróttir
Cheah Rael Whitsitt var með 28 stig á móti Aþenu. Hér í leik gegn Ármanni fyrr í mánuðinum. Ljósm. sá

Snæfell með öruggan sigur á Aþenu

Snæfell gerði sér ferð í Austurberg í Breiðholti í gærkvöldi og sótti heim sameiginlegt lið Aþenu/Leiknis/UMFK í 1. deild kvenna í körfuknattleik.  Fyrir leik var Aþena í 7. sæti deildarinnar með 14 stig en Snæfell í þriðja með 32 stig. Það má segja og skrifa að Snæfell hafi gert út um leikinn strax í fyrsta leikhluta. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en Snæfell skoraði þá sjö stig í röð og breytti stöðunni í 5:13 eftir fjögurra mínútna leik. Þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta var munurinn á milli liðanna ellefu stig, 12:23, og Snæfell í býsna góðum málum þó nóg væri eftir. Snæfell hélt áfram að spila vel í öðrum leikhluta og var kominn með 20 stiga forystu þegar tæpar þrjár mínútur voru fram að hálfleik, staðan 17:37 Snæfelli í vil. Heimakonur komu síðan til baka og svöruðu með 8:2 kafla sem þýddi að staðan í hálfleik var 25:39 fyrir Snæfelli.

Snæfell með öruggan sigur á Aþenu - Skessuhorn