Íþróttir
Viktor Jónsson skoraði á móti KR. Hér í leik í september í fyrra gegn Fram. Ljósm. Lárus Árni Wöhler.

Skagamenn töpuðu á móti KR í Lengjubikarnum

KR og ÍA áttust við í riðli 1 í A deild í Lengjubikar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á KR velli í Frostaskjóli. Viktor Jónsson kom Skagamönnum yfir í leiknum strax á þriðju mínútu en heimamenn náðu að jafna eftir rúmar tuttugu mínútur. Þar var að verki hinn efnilegi Jóhannes Kristinn Bjarnason sem er með smá Skagablóð í æðum sér því hann er sonur Bjarna Guðjóns Þórðarsonar en þeir feðgar gerðu það gott með liði ÍA á árum áður. Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom síðan Kristján Flóki Finnbogason KR-ingum yfir þegar hann skoraði úr vítaspyrnu og staðan 2-1 fyrir KR í hálfleik.

Fimm mínútum fyrir leikslok innsiglaði síðan Freyr Þrastarson sigur Vesturbæinga og lokastaðan 3-1 fyrir KR. Skagamenn hafa lokið leik í Lengjubikarnum þetta árið og enda líklegast í fjórða sæti riðilsins með sex stig í fimm leikjum. Valur er sigurvegari riðilsins og er kominn í undanúrslit sem hefjast 18. mars. Þar verða auk Vals lið Víkings Reykjavíkur, KA og ÍBV eða Breiðablik.

Skagamenn töpuðu á móti KR í Lengjubikarnum - Skessuhorn