
Cheah Rael Whitsitt var með 27 stig og 13 fráköst í leiknum. Hér í leik á móti Ármanni á laugardaginn. Ljósm. sá
Þriðji sigur Snæfells í röð
Snæfell mætti liði Hamars/Þór í 1. deild kvenna á laugardaginn og fór viðureignin fram í Stykkishólmi. Það var hart barist frá fyrstu mínútu í leiknum og allt til enda. Í fyrsta leikhluta voru Snæfellskonur sterkari og voru með átta stiga forskot, 30:22, þegar honum lauk. Gestirnir komu til baka í öðrum leikhluta og náðu fimm stiga forystu eftir rúman sex mínútna leik. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Snæfell náð forystunni á ný og staðan 43:40 fyrir Snæfelli.