Íþróttir
Skallagrímur tapaði loks eftir sjö leikja sigurgöngu. Ljósm. glh

Sigurganga Skallagríms á enda

Skallagrímur og Hamar mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Fjósinu í Borgarnesi. Fyrir leik hafði Skallagrímur unnið sjö leiki í röð í deildinni á meðan Hamar var á góðum stað í öðru sæti deildarinnar. Jafnt var á með liðunum fyrri hluta fyrsta leikhluta og staðan 13:14 eftir rúman fimm mínútna leik. En þá náðu Hamarsmenn góðum kafla þar sem þeir skoruðu tólf stig gegn aðeins tveimur frá Skallagrími og staðan 15:26 fyrir liði Hamars. Heimamönnum gekk illa framan af öðrum leikhluta að minnka muninn en skoruðu síðustu sex stigin fyrir hálfleik og aðeins fimm stiga munur, 40:45, þegar liðin gengu til búningsklefa.

Sigurganga Skallagríms á enda - Skessuhorn