Íþróttir
Jalen Dupree var með 21 stig á móti Fjölni. Hér í leik á móti liði Hamars í febrúar. Ljósm. Jónas H. Ottósson.

ÍA tapaði fyrir Fjölni

ÍA gerði sér ferð í Grafarvoginn í gærkvöldi og lék gegn liði Fjölnis í 1. deild karla í körfuknattleik. Fjölnir er í harðri baráttu við Selfoss og Ármann um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni á meðan ÍA er í neðri hlutanum. Það var ljóst fljótlega í leiknum að heimamenn voru mættir til að ná í stigin tvö og voru með sjö stiga forystu þegar fyrsta leikhluta lauk, staðan 27:20 fyrir Fjölni. Í öðrum leikhluta fóru Fjölnismenn á flug og voru með 21 stigs forskot þegar flautað var til hálfleiks, 52:31.

ÍA tapaði fyrir Fjölni - Skessuhorn