
Stefnt er að nýrri veglínu sunnan við Borgarnes
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 9. febrúar síðastliðinn var samþykkt samhljóða að setja í auglýsingu breytingu á aðalskipulagi sem snertir lega þjóðvegar 1 sunnan við og fram hjá byggðinni í Borgarnesi. Þar með heldur áfram ferli sem stefnt er að ljúki síðsumars með því að fullmótuð tillaga verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.