Íþróttir
Cheah Rael Whitsitt var atkvæðamest gegn Þór. Ljósm. Kristín Hallgrímsdóttir/mbl.is

Snæfell tapaði á móti Þór Akureyri

Snæfell tók á móti Þór Akureyri í 1. deild kvenna í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Fyrir leik var Snæfell í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig og Þór í öðru sæti með 28 stig en á toppnum sat Stjarnan með 30 stig. Snæfell gat með sigri komið sér í alvöru baráttu um fyrsta sætið sem myndi þýða að liðið færi beint upp í Subway deildina á meðan liðin sem enda í 2. til 5. sæti fara í úrslitakeppni um eitt laust sæti í efstu deild á næsta tímabili. Þórskonur virtust betur peppaðar í byrjun leiks og komust í 0:7 á fyrstu tveimur mínútunum. Snæfell náði síðan að koma sér inn í leikinn og staðan 11:14 þegar klukkan sýndi sex mínútur. Aftur náðu gestirnir góðum spretti, hittu vel úr þriggja stiga skotum sínum og höfðu tíu stiga forystu þegar fyrsta leikhluta lauk, staðan 15:25 Þór í vil. Það gekk lítið hjá Snæfelli að saxa á forskot Þórs í öðrum leikhluta og stigamunur liðanna alltaf í kringum tíu stigin Þórsurum í hag. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 29:40 fyrir Þór og ljóst að heimakonur þyrftu að spýta í lófana sem fyrst til að ekki færi illa í þessum slag.

Snæfell tapaði á móti Þór Akureyri - Skessuhorn