Íþróttir
Skagamenn eiga litla von að komast í úrslitakeppnina. Ljósm. iakarfa

Skagamenn með tap á móti Sindra

ÍA tók á móti Sindra í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta, um miðjan leikhlutann var staðan 10:11 Sindra í hag og þeir höfðu fjögur stig á heimamenn þegar heyrðist í bjöllunni, staðan 19:23 Sindra í vil. Sindri byrjaði betur í öðrum leikhluta og náði mest 13 stiga forskoti eftir rúman sex mínútna leik, 28:41. ÍA náði síðan ágætis kafla og munurinn sex stig á milli liðanna þegar flautað var til hálfleiks, staðan 37:43 fyrir Sindra.

Skagamenn með tap á móti Sindra - Skessuhorn