Íþróttir
Lið Skallagríms sem lék í 4. deildinni í fyrra. Ljósm. aðsend

Skallagrímur færist upp í 4. deildina

Knattspyrnufélagið Einherji frá Vopnafirði tilkynnti í byrjun febrúar að liðið myndi ekki senda lið til keppni í meistaraflokki karla á komandi tímabili. Einherji vann 4. deildina á síðasta tímabili og átti að spila í 3. deild í sumar. Fyrir helgi varð það ljóst að lið Skallagríms úr Borgarnesi mun taka sæti Ýmis úr Kópavogi í 4. deild í sumar sem tók sæti Einherja í 3. deild. Skallagrímur átti að vera í 5. deild á þessu tímabili en ákveðið hefur verið að liðið taki sæti Ýmis í 4. deildinni.

Skallagrímur færist upp í 4. deildina - Skessuhorn