Fréttir

Tvö í framboði til formanns VR

Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í gær. Kjörstjórn VR bárust tvö einstaklingsframboð til formanns, frá Elvu Hrönn Hjartardóttur og Ragnari Þór Ingólfssyni. Kjörstjórn VR hefur úrskurðað 16 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2023-2025 löglega fram borin. Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.

Tvö í framboði til formanns VR - Skessuhorn