Íþróttir
Milorad Sedlarevic setti niður 15 stig á móti Ármanni. Ljósm. glh

Skallagrímur með sterkan sigur á Ármanni

Ármann og Skallagrímur áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í sal Kennaraháskólans í Reykjavík. Ármann byrjaði leikinn með tveimur þriggja stiga körfum en Skallagrímur náði fljótlega áttum og staðan jöfn 8:8 eftir fimm mínútna leik. Jafnt var á flestum tölum fram að lokum fyrsta leikhluta en Orri Jónsson átti síðasta orðið fyrir Skallagrím undir lokin, staðan 21:18 fyrir Ármanni. Skömmu áður hafði Snjólfur Björnsson átt svo kallaða tveggja stiga hollý hú sem undirritaður hefur ekki hugmynd hvað er en skemmtilegt orð engu að síður. Spennan hélst áfram í öðrum leikhluta, liðin skiptust á að ná forystu og staðan hnífjöfn þegar flautað var til hálfleiks, 42:42.

Skallagrímur með sterkan sigur á Ármanni - Skessuhorn