Fréttir
Norðuráin séð frá Hraunsnefi um tvöleitið í dag, mánudag.

Norðurá flæðir upp að þjóðvegi

Gríðarleg klakastífla er í Norðurá núna samhliða leysingum síðustu daga. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig áin flæðir yfir tún og engi, alveg upp að þjóðvegi. Rennsli árinnar mælist nú 120 rúmmetrar á sekúndu en venjulegt rennsli telst á bilinu 25-75 rúmmetrar á sekúndu, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Vænta má staðbundinna flóða víðsvegar um landið næstu daga vegna leysinganna.

Norðurá flæðir upp að þjóðvegi - Skessuhorn