Fréttir
Ernir nærri hreiðri. Ljósm/ Róbert A. Stefánsson Náttúrustofu Vesturlands.

Íslenska arnarstofninum stafar ógn af skyldleikaæxlun

Íslenski arnarstofninn einkennist af skyldleikaæxlun og er erfðafræðilega einsleitur. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í glænýrri vísindagrein hóps evrópskra fræðimanna, sem birtist í vísindaritinu Molecular Ecology og skrifað er um á vef Náttúrustofu Vesturlands. Verkefnið var unnið undir stjórn sérfræðinga við Háskóla Íslands en sérfræðingar á Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands og deCODE komu einnig að greininni.

Íslenska arnarstofninum stafar ógn af skyldleikaæxlun - Skessuhorn