
Inniveður í fyrramálið!
Í fyrramálið verður sunnan stormur á landinu; rok og sums staðar ofsaveður, 20-30 m/s. samhliða slyddu eða snjókomu. Snýst í suðvestan hvassviðri með éljum, fyrst vestantil en eftir hádegi austanlands. Hiti víða í kringum frostmark en allt að 5 stigum við suðurströndina framan af degi. Vægt frost annað kvöld.