Fréttir
Við fæðingakarið. Það er Anna Elísabet Jónsdóttir sem situr í karinu en bakvið hana standa f.v. Helga Höskuldsdóttir, Lára Dóra Oddsdóttir, Soffía Þórðardóttir, Margrét Bára Jósefsdóttir og Jónína Ingólfsdóttir. Ljósm. úr prentaðri útgáfu Skessuhorns/ge

Ljósmæður á Akranesi – Frumkvöðlar í fæðingahjálp

Vorið 1997 hafði Jónína Ingólfsdóttir yfirljósmóðirin á fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness samband við forstjóra Haraldar Böðvarssonar & Co, Harald Sturlaugsson, og innti hann eftir því hvort fyrirtæki hans gæti útvegað fæðingadeildinni fiskikar, en þau voru mikið notuð hjá útgerðinni. Ljósmæðurnar á fæðingadeildinni höfðu hugsað sér að nota karið vegna væntanlegra vatnsfæðinga sem fyrirhugað var að bjóða verðandi mæðrum upp á, til viðbótar við hefðbundnar aðferðir við fæðingar. Í júní 1997 barst deildinni síðan að gjöf frá HB & Co nýtt, ónotað og mátulega stórt fiskikar, sem átti eftir að reynast happasælt.

Ljósmæður á Akranesi - Frumkvöðlar í fæðingahjálp - Skessuhorn