
Einar Margeir, Kristján, Enrique Snær og Guðbjörg Bjartey. Ljósm. SA
Sundfólk Sundfélags Akraness stóð sig vel á RIG
Sundfólk úr röðum Sundfélags Akraness náði góðum árangri á alþjóðlega mótinu Reykjavík International Games (RIG) sem fram fór um liðna helgi. Alls tóku um 330 keppendur þátt frá 16 löndum, þar á meðal keppendur sem hafa tekið þátt á Ólympíuleikum, heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum. Alls voru tólf keppendur sem tóku þátt á mótinu frá SA og var niðurstaða mótsins mjög góð, flestir með góðar bætingar og mörg úrslitasund.