Fréttir
Sævar Freyr Þráinsson fráfarandi bæjarstjóri og verðandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Sævar Freyr lætur af starfi bæjarstjóra og fer í Orkuveituna

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar mun láta af starfi fyrir Akraneskaupstað í lok mars, en hann hefur verið ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Í tilkynningu frá bæjarstjórn kemur fram að nú hefjist leit að nýjum bæjarstjóra en Steinar Adolfsson sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs mun gegna starfinu eftir að Sævar lýkur störfum og þar til nýr bæjarstjóri tekur til starfa. Af þessu tilefni sendir bæjarstjórn Akraness frá sér eftirfarandi tilkynningu: