Fréttir
Meðfylgjandi mynd var tekin í júní síðasta sumar. Þá var skemmtiferðaskip í höfn og Baldur nýlega lagstur að bryggju. Tómir gámaflutningabílar biðu í röð eftir að komast um borð til sækja afurðir úr laxeldinu á Vestfjörðum. Ljósm. sá.

Óviðunandi aðstæður fyrir flutning á laxi yfir Breiðafjörð

Tvíburabræðurnir Hafþór og Sævar Benediktssynir reka BB og syni ehf. í Stykkishólmi; öflugt verktakafyrirtæki með fjölbreytta flutningastarfsemi og 24 starfsmenn. Verkefnastaða er mjög góð um þessar mundir, að sögn Hafþórs Benediktssonar. Í samtali við Skessuhorn nefnir hann sem dæmi verkefni fyrir saltfiskvinnslu Þórsness og ígulkeravinnslu Þórishólma. Þá er talsverður snjómokstur, mikið er byggt í Stykkishólmi og nágrenni og er fyrirtækið auk þess að vinna við nýja klóakútrás fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm. Eitt umfangsmesta verkefnið er þó flutningur á laxi allt árið frá sjóeldinu á Vestfjörðum. BB og synir eru undirverktaki í þeim flutningum og hafa alls sjö bíla í því verkefni. Blikur eru á lofti með þá flutninga vegna bágrar stöðu ferjusiglinga yfir Breiðafjörð.

Óviðunandi aðstæður fyrir flutning á laxi yfir Breiðafjörð - Skessuhorn