Fréttir
Flæðirit sem sýnir væntanlegar þrjá höfuðstofnanir og núverandi stofnanir sem falla undir þær. Mynd: Stjórnarráðið.

Stefna að sameiningu níu ríkisstofnana í þrjár

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn í gær þau áform að sameina tíu af stofnunum ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Nýjar stofnanir verða Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúruvísindastofnun og Loftslagsstofnun. „Megináhersla er þar lögð á að tryggja áfram fyrirliggjandi mannauð og þekkingu og að starfsfólk njóti forgangs til nýrra starfa,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Stefna að sameiningu níu ríkisstofnana í þrjár - Skessuhorn