Íþróttir
Snæfell er í öðru sætinu í fyrstu deildinni. Ljósm sá

Snæfell tapaði fyrir Stjörnunni í toppslag

Snæfell og Stjarnan áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Snæfell gat með sigri jafnað Stjörnuna að stigum í deildinni og því var mikið undir fyrir heimakonur í þessum leik. Þetta var annar leikur liðanna á stuttum tíma því um miðja síðustu viku bar Snæfell sigurorð af liði Stjörnunnar. Leikurinn var í jafnvægi fyrstu mínúturnar en í stöðunni 6:6 skoruðu gestirnir átta stig í röð og komu sér í góða stöðu, 6:14. Snæfell náði síðan að minnka muninn í fjögur stig skömmu fyrir lok fyrsta leikhluta en Stjarnan átti síðasta orðið, staðan 15:22 fyrir Stjörnunni. Í öðrum leikhluta byrjaði Stjarnan betur og náði níu stiga forskoti, 19:28, en Snæfellskonur komu til baka og munurinn á liðunum var aðeins tvö stig þegar rúmar þrjár mínútur voru til hálfleiks, 28:30. Adda Sigríður Ásmundsdóttir jafnaði metin fyrir Snæfell skömmu síðar en Riley Popplewell sá til þess að Stjarnan var með fjögurra stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks, 32:36.

Snæfell tapaði fyrir Stjörnunni í toppslag - Skessuhorn