Nánast í þéttbýlinu í Grundarfirði liggur skíðasvæði Snæfellsness, brekkan byrjar ofan við bæinn og endar neðan við grunnskólann. Sögu svæðisins má rekja aftur um nokkra áratugi en t.d. hefur núverandi skíðalyfta staðið síðan 1984. Skíðasvæðið er einnig talið vera það lægsta í heiminum en það stendur 16 metrum yfir sjávarmáli þar sem það er lægst.
Árið 2008 var ákveðið að stofna Skíðaráð en í dag sitja ellefu manns í ráðinu, fólk víðs vegar af Snæfellsnesi. Ráðið hefur síðan þá staðið að uppbyggingu á skíðasvæðinu en síðastliðið ár tókst Skíðaráðinu að safna fyrir nýjum snjótroðara sem nú hefur verið greiddur að fullu með dyggri aðstoð fyrirtækja og velunnara á Snæfellsnesi. Í kjölfar þessa þrekvirkis hlaut ráðið fjölmörg atkvæði til nafnbótarinnar Vestlendingur ársins fyrir árið 2022 og hafnaði í fjórða sæti þess lista. Blaðamaður Skessuhorns hitti þau Rut Rúnarsdóttur, formann, og Guðmund Pálsson, meðlim Skíðaráðs, yfir kaffibolla í Grundarfirði á dögunum.
Sjá ítarlegt viðtal við Rut og Gumma í Skessuhorni sem kom út í dag.