Fréttir
Undirbúningsstjórn Listfélags Akraness. Frá vinstri eru Smári Hrafn Jónsson, Lára Magnúsdóttir, Erna Hafnes og Catherine Soffía Guðnadóttir. Á myndina vantar G. Ásu Degen Guðmundsdóttur. Ljósm. aðsend.

Listfélag Akraness formlega stofnað annað kvöld

Á morgun, fimmtudaginn 26. janúar klukkan 20, verður Listfélag Akraness formlega stofnað í sal Brekkubæjarskóla á Akranesi. Þá verður haldinn kynningarfundur um félagið og nýir félagar boðnir velkomnir. Unnið hefur verið að stofnun félagsins frá því í haust. Skipuð var stjórn til að annast undirbúning að stofnun félagsins og hefur það nú verið gert og fer félagið inn í formlega stofnun eftir að hafa verið skráð og því fengin kennitala. Smári Hrafn Jónsson er formaður undirbúningsstjórnar en með honum í stjórn eru Lára Magnúsdóttir, Erna Hafnes, Catherine Soffía Guðnadóttir og G. Ása Degen Guðmundsdóttir gjaldkeri.

Listfélag Akraness formlega stofnað annað kvöld - Skessuhorn