Vatnaleið séð til suðvesturs yfir Selvallavatn. Ljósm. Mats Wibe Lund.
2. október 2021
Ökumaður var á ferð á flutningabifreið með tengivagni rétt fyrir kvöldmat á mánudag í liðinni viku við Baulárvallavatn á Vatnaleið. Varð hann fyrir því óláni að það kviknaði í innra dekki og loftpúða hægra megin á vagninum. Ökumaður heyrði hvell en tók ekki eftir því strax að það logaði í dekkinu. Hann stöðvaði síðan bifreiðina og reyndi að slökkva eldinn með snjó og náði að halda eldinum niðri þar til lögregla kom á staðinn og aðstoðaði hann við það. Síðar kom slökkviliðið og slökkti í því sem enn logaði. Ökumaður fékk síðan aðstoð með dekkið og gat haldið áfram för sinni.