2. október 2021
Vatnslaust hefur verið á nokkrum bæjum í Álftaneshreppi og Borgarhreppi seinustu daga. Ástæðan reyndist vera að skurður við Lambalæk (gamla Galtarholtshúsið) hafði stíflast og vatn runnið inn í kjallara. Við það fór rafmagn af og sló út segulrofa þannig að þrýstingur á kerfinu féll. Að sögn Ámunda Sigurðssonar, verkstjóra hjá Áhaldahúsi Borgarbyggðar, var í gær búið að greina vandann. Vatn er komið á bæina nema lokað hafði verið fyrir vatn til Knarrarness á meðan verið var að greina mögulega frekari bilanir og verður því hleypt á um leið og nánar er vitað um stöðuna.