
Hæsta styrkinn fékk Iceland Documentary Film Festival, Docfest ehf., upp á 2.500.000.- krónur
Uppbyggingarsjóður úthlutar 48 milljónum
Úthlutunarhátíð Uppbyggingasjóðs Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi SSV var haldin á Breið Þróunarsetri í dag, föstudag. Heildarúthlutun styrkja var 48.080.000 krónur og var þeim úthlutað á 81 verkefni en alls bárust 121 umsókn í þremur flokkum: Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir, Menningarstyrkir og Stofn- og rekstrarstyrkir menningar.