
Merki Baader verður nú sýnilegra á öllum byggingum samsteypunnar. Ljósm. Ólafur Njáll Jakobsson
Baader fyrirtækin þétta raðirnar
Á dögunum tók fyrirtækið Skaginn 3X ehf. yfir allan rekstur Þorgeirs & Ellerts ehf. og Skagans ehf. á Akranesi auk 3X Technology ehf. á Ísafirði. Öll eru fyrirtækin að fullu í eigu Baader í Þýskalandi sem einnig á og rekur Baader Ísland ehf. í Kópavogi. Sigsteinn Grétarsson var á haustdögum ráðinn forstjóri allra þessara fyrirtækja.