Munni Hvalfjarðarganga.
2. október 2021
Síðastliðinn föstudag var Lögreglan á Vesturlandi við umferðareftirlit við Hvalfjarðargöng og stöðvaði ökumann á rútu sem var nýkominn út úr göngunum. Við nánari skoðun kom í ljós að bifreiðin var ótryggð, ökumaðurinn var ekki með ökuskírteini, hann ekki með réttindi til að aka bifreiðinni og ekki með rekstrarleyfi. Eins og gefur að skilja fékk ökumaður því ekki að halda för sinni áfram og má vænta svimandi hárra sekta.