2. október 2021
Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um elstu íbúa landsins. Í dag eru 47 einstaklingar 100 ára og eldri og þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn er 105 ára kona búsett á Suðurlandi, fædd árið 1917. Þegar horft er á landshluta má sjá að flestir einstaklingar 100 ára og eldri eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða 33 talsins. Annars dreifist þetta nokkuð jafnt eftir landshlutum en næst flestir búa á Suðunesjum. Hér á Vesturlandi er ein kona í hópnum.