
Vallarklukkan er fyrir miðri mynd. Lengst til vinstri á myndinni sést í byggingakranann. Ljósm. vaks
Kvartað yfir ljósaskilti á Akranesvelli
Undanfarna mánuði hafa af og til borist kvartanir frá íbúum á Akranesi sem búa í nálægð við aðalvöll Knattspyrnufélags ÍA á Jaðarsbökkum. Kvartanirnar snúa að ljósaskilti sem er jafnframt vallarklukka á Akranesvelli. Telja nágrannar að of mikil birta komi frá ljósaskiltinu og valdi þeim miklu ónæði og komi jafnvel í veg fyrir nætursvefn. Við hliðina á Akraneshöllinni er einnig byggingakrani sem mikil birta er af þegar kvölda tekur og hafa einhverjir íbúar séð ástæðu til þess að kvarta einnig yfir því.