Rætt við Jóhönnu Marín Björnsdóttur forstöðumann hjúkrunarsviðs á Brákarhlíð
Jóhanna Marín Björnsdóttir hefur starfað á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð frá grunnskólaaldri og gengið þar í flest störf. Hún tók við starfi forstöðumanns hjúkrunarsviðs í byrjun árs, ásamt því að hún tók óvænt sæti í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Jóhanna Marín er Borgnesingur í húð og hár og býr þar ásamt sambýlismanni sínum Viktori Má Jónassyni íþrótta- og heilsufræðingi, sem starfar við Grunnskólann í Borgarnesi, og börnum þeirra þremur; þeim Hlyn Mikael 7 ára, Sonju Björk 6 ára og Lovísu Guðrúnu eins árs. Einnig á Viktor dóttur úr fyrra sambandi, Alexöndru Ýr sem er 18 ára og býr á Akureyri. Jóhanna gekk í grunn- og menntaskóla í Borgarnesi og er í dag menntaður hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur komið víða við og m.a. búið á Laugarvatni, Dalvík, Mývatni og í Danmörku. Blaðamaður Skessuhorns hitti Jóhönnu yfir kaffibolla á Brákarhlíð og fékk að forvitnast um hennar sögu.
Sjá ítarlegt viðtal við Jóhönnu Marín í Skessuhorni sem kom út í dag.