Reykhólar.
2. október 2021
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 11. janúar tilboð frá Íslenska Gámafélaginu vegna þeirra laga sem tóku gildi nú um áramót og varða innleiðingu hringrásarhagkerfis. Ein 240 lítra tunna fyrir plast mun bætast við við heimilin í Reykhólahreppi. Fyrir er þar græn tunna sem verður eingöngu fyrir pappír og pappa. Segir í fundargerð að nýju tunnunni og upplýsingabæklingi verði dreift á næstu mánuðum. Þá leggur sveitarstjórn til að kanna hug íbúa hvað varðar fjórðu tunnuna, þ.e. að íbúar hafi val um að taka við tunnunni eða flokka á grenndarstöð.